Beint á leiðarkerfi vefsins

 

 

 

Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaups
 

frumkvöðull á sviði verslunar á Íslandi

 

Pálmi Jónsson var merkur maður og frumkvöðull á sviði verslunar hér á landi. Hann var mikill leiðtogi sem átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Pálmi geislaði alla tíð af áhuga á viðfangsefni sínu og þeir sem fengu því að kynnast eru sammála um að það hafi verið mikil lífsreynsla að vinna undir hans stjórn. Pálmi var sanngjarn maður og var honum eiginlegt að koma eins fram við alla, án tilits til hvaða stöðu þeir höfðu. Yfirlætisleysi og hógværð voru ein sterkustu einkenni hans og hafði hann sig lítið í frammi opinberlega og barst lítið á. Hagkaup óx og dafnaði undir hans stjórn og varð eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins og er enn til þessa dags.


















Textastærðir og litir